Steingrím skortir stjórnvizku

Punktar

Þótt Steingrímur J. Sigfússon sé duglegar og seigur, skortir hann vizku til að stjórna. Hann missir þingmenn sína út og suður, því að hann sinnir illa grundvallarskyldu leiðtogans. Ræktar ekki notalegt samband við þingmenn. Brottrekstur Guðfríðar Lilju Grétarsdóttir úr embætti þingflokksformanns er prýðilegt dæmi um skort á stjórnvizku. Steingrímur er eins og naut í flagi og sést ekki fyrir í groddagangi. Mál þetta varð að enn einu klúðri hans. Árni Þór Sigurðsson sætti ágjöfum og hrökklaðist frá herfanginu. Vinstri græna skortir leiðtoga, sem er minna duglegur og býr yfir meiri stjórnvizku.