STASI-löndin

Punktar

Bandaríkin og Bretland eru orðin STASI-lönd, hafa alla undir eftirliti. Að því leyti er eftirlitið harðara en var í Austur-Þýzkalandi, að það er núna tölvusamkeyrt. Ríkin hafa breytzt í lögregluríki, þar sem allir liggja undir grun, borgarar jafnt sem útlendingar. Leyniþjónustur leika lausum hala á vegum þessara ríkja í skjóli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa. Flautublásarar hafa opnað okkur sýn inn í Kafka-heim. Þar varpa leynilegir dómstólar mönnum í ævilangt fangelsi á grundvelli grunsemda einna. Þótt Austur-Þýzkaland hafi fengið snöggt andlát, gengur það tvíeflt aftur í Bandaríkjunum og Bretlandi.