Stappað stálinu í Blair

Punktar

Tony Blair og Rupert Murdoch töluðu þrisvar saman síðustu tíu dagana fyrir innrásina í Írak. Brezka forsætisráðuneytið hefur upplýst það á grundvelli upplýsingalaga að kröfu þingmanns frjálslyndra. Ekkert var sagt um innihald samtalanna. En vitað er, að Murdoch var þá og er enn ákafur talsmaður stríðs gegn Írak. Sama er að segja um fjölmiðla hans. Á þessum tíma var forsætisráðherra Breta fullur efasemda á síðustu stund. Trúlega hefur Murdoch verið að stappa í hann stálinu. Þetta er dæmi um mikil pólitísk áhrif fjölmiðlakóngsins, er nú hefur eignazt Wall Street Journal.