Stanzlausa heimsmetið

Punktar

Skuldaniðurfærslan átti að vera upp á 300 milljarða eða „jafnvel hærri“, en er það ekki. Hún átti að koma strax, en er ekki komin enn. Hún átti að koma frá hrægammasjóðum, en kemur frá skattgreiðendum. Hún átti að vera almenn, en reynist vera sértæk. Hún átti að vera niðurfærsla, en er þó millifærsla. Ekkert stóðst af kosningaloforðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson er rólegur yfir þessu, því kvótagreifar fengu milljarða frá sjúklingum og öryrkjum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er rólegur yfir þessu, því að minni hans nær ekki til gærdagsins. SDG lifir í stanzlausu heimsmeti.