Stangarskarð

Frá Skriðu eða Skriðustekk í Breiðdal um Stangarskarð til Skála í Berufirði.

Stórbrotin leið á slóðum Breiðdalseldstöðvar.

Förum frá Skriðu eða Skriðustekk suðvestur með Skriðuá upp í Skriðudal. Fyrir botni dalsins er Stöng. Við förum vestan við tindinn um Innra-Stangarskarð í 680 metra hæð. Getum líka farið austan við tindinn um Ytra-Stangarskarð í 710 metra hæð. Úr Innra-Stangarskarði förum við suðvestur að þjóðvegi 1 hjá Skála.

6,8 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Dísastaðahjalli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is