Stanford og Bagger sitja inni

Punktar

Bandaríkjamenn voru ekki lengi að handsama Allen Stanford og aðstoðarmenn hans. Í vetur komst upp, að hann hafði leikið sama leikinn og Landsbankinn hafði leikið með IceSave í Bretlandi. Hann hefur verið ákærður og situr í gæzluvarðhaldi, unz dómur fellur. Á yfir höfði sér 250 ára fangelsi. Danir voru ekki heldur lengi að handsama hinn landflótta Stein Bagger. Hann dró að sér 16 milljarða króna og hefur þegar fengið dóm. Hér hefur réttvísin haft lengri tíma til ráðstöfunar. Samt hefur enginn eigandi eða stjórnandi Landsbankans gamla enn verið dreginn í gæzluvarðhald vegna fjárglæfranna.