Staldraðu aðeins við

Megrun

Stundum verða lítil og einföld atriði til mestrar hjálpar, þegar þú þarft mest á henni að halda. Vendu þig á að staldra við í hálfa mínútu, þegar fíknin sverfur að. Spurðu sjálfan þig, hvort einn konfektmoli sé einmitt það, sem þú þarft á að halda akkúrat núna. Nægir þér kannski vatnsglas eða kaffibolli? Eða væri bezt að skreppa í 10 mínútna göngutúr eða að sökkva þér niður í bók? Stundum gerir fíkn vart við sig snöggt, en hverfur líka snöggt, þegar þú dreifir huganum annað. Þú ert þá ekki að gera annað en að staldra við og gefa þér færi á að gera eitthvað annað en að láta undan fíkninni.