Stafnsvötn

Frá Gili í Vesturárdal í Skagafirði um Stafnsvötn að leiðinni milli Ingólfsskála og Laugafells.

Vesturárdalur er fagur dalur, einkum innri hluti hans.

Förum frá Gili suður dalinn. Þar sem dalurinn þrengist við eyðibýlið Þorljótsstaði, þar sem nú er fjallakofi. Þaðan liggur sneiðingur austur á Giljamúla og síðan slóð suðaustur eftir fjallinu, yfir Stafnsvatnahæð, sunnan við Stafnsvötn, hjá Sjónarhól í 690 metra hæð og síðan að Reiðhól í 700 metra hæð. Skömmu síðar komum við að leið vestur í Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.

36,3 km
Skagafjörður

Skálar:
Þorljótsstaðir: N65 12.468 W18 55.695.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hofsafrétt, Eyvindarstaðaheiði.
Nálægar leiðir: Giljamúli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort