Occupy Reykjavík er greinilega stæling á Occupy Wall Street í New York. Þar er ekki mótmælt við þingið í Washington. Wall Street er fjármálamiðstöð Bandaríkjanna. Í Bretlandi mótmælir fólk ekki í Westminster, heldur í City, þar sem peningarnir eru. Vegna deilu við eigendur torga þar í borg urðu mótmælendur að láta sér nægja torgið við Sankti-Pál, sem er á jaðri City. Fjármálageirinn á Íslandi er ekki á Austurvelli. Hann er á þremur stöðum í bænum, handan við hornið og einnig austur með sjávarsíðunni. Sé fólk að mótmæla ofurvaldi bankabófanna, ætti það að mótmæla við einhvern bankann.
