Staðreyndir ekki til

Punktar

Almannatenglar hafa ráðlagt tveimur fyrrverandi forsætis að neita staðfastlega tilveru erfiðra mála. Bjarni Ben segir: Ný stjórnarskrá er ekki til. Sigmundur Davíð segir: Við hjónin áttum aldrei fé á aflandseyjum. Svo er þetta endurtekið eins og þurfa þykir. Þannig stimplast orðavalið inn hjá rétttrúðum, þótt aðrir viti betur. Fæstir spyrjendur þora að spyrja áfram til að fá upp sannleikann, því það er ekki hægt. Heiðarlegi formaðurinn í Samfylkingunni hlær hins vegar bara og segir: Ég var nakin fyrirsæta í myndlistarkennslu. Málinu er þar með lokið, meðan mál hinna tveggja snýst og snýst. Betra er að segja satt en rangt.