Staðfesta í stöðnun

Punktar

Íhalds-breytinga ásinn virðist vera orðinn mikilvægari í pólitíkinni en vinstri-hægri ásinn. Önnur tilraun Katrínar til stjórnarmyndunar snýst um stjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðis. Allt eru þetta íhaldsflokkar frá vinstri kanti yfir í hægri kant. Katrín vill Samfylkinguna með. Þá er þar saman kominn sjálfur Fjórflokkurinn í allri sinni dýrð, sem til skamms tíma deildi kjósendum sín á milli. Fyrsta alvöru fjórflokksstjórnin er fyrsta alvöru íhaldsstjórnin, geri aðrir betur. Í andstöðu verða þá Píratar, Viðreisn, Miðjan og Fólksins, flokkar breytinga. Voru kjósendur að biðja um þetta, staðfestu í stöðnun? Sennilegast.