Staðarskarð

Frá Kolmúla í Reyðarfirði um Staðarskarð til Höfðahúsa í Fáskrúðsfirði.

Fylgt er torfærri jeppaslóð á aflögðum þjóðvegi.

Um skarðið segir svo í Árbók FÍ 2002: “Bílvegurinn yfir skarðið er enn jeppafær, en hann liggur frá Kolmúla út og upp Gvöndarhjalla upp á Hvarf þar sem ferðamenn hurfu sjónum manna á Kolmúla. Við Vindingavörðu yst á Neðri-Sóleyjarhjalla er beygt upp Skarðshjalla í skarðið. Á Gvöndarhjalla miðjum eru Gvöndarsteinar, einn stór og aðrir minni og þar á Gvöndur biskup helgi að hafa sungið tíðir “til að afstýra bráðdauða á mönnum” segir Ólafur á Kolfreyjustað, en þykir það ekki hafa gengið eftir sem skyldi.”

Förum frá Kolmúla suðaustur á fjallið eftir jeppaslóð undir Gvendarmúla og Engihjalla. Síðan í sneiðingum upp hlíðina neðan við Sóleyjartind og suðaustur í Staðarskarð í 420 metra hæð. Vestur brekkurnar niður að Höfðahúsum.

7,0 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Skildingaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort