Spyrjið Frakka

Punktar

Engin vitræn umræða hefur verið hér um menningarframtíðina. Flokkarnir hafa ekki upplýst, hvað þeir ætla að gera við nýbúa. Vilja þeir koma hér upp skuggahverfum að hætti stórborga Evrópu og hyggjast þeir margfalda glæpatíðnina? Ætla þeir að bera ábyrgð á, að eigið viljaleysi leiði til eflingar flokks þjóðernissinna, sem nærist á mistökum af þessu tagi? Verður þetta afskekkta land vettvangur styrjaldar menningarheima eða vettvangur hefðbundinnar styrjaldar lögreglunnar við fátækt fólk, sem ekki nær að laga sig að umhverfinu. Spyrjið Dani og Frakka, þeir hafa reynsluna.