Spurningar frá New Orleans

Punktar

Stutt frétt í BBC sagði dramatíska sögu af fellibylnum, sem gekk á land í New Orleans á mánudaginn. Vindhraðinn náði 282 kílómetrum á klukkustund, meiri hraða en Kimi Raikkonen. 80% borgarinnar voru undir vatni, sem náði mest rúmlega sex metra hæð. Milljón manns flúðu borgina og hundruð talin vera látin. Til hversu mikils hluta Reykjavíkur mundi sex metra flóð ná? Er það meira flóð en Básendaflóðið var? Mundi ráðgerð byggð Sjálfstæðisflokksins í Hólminum standast slíkt flóð? Hafið þið tekið eftir, að orsaka fellibylsins er fyrst og fremst leitað í óhæfilegri hitun jarðar af manna völdum?