Spurning dagsins

Punktar

VG er spurningamerki helgarinnar. Er flokkurinn vinstri flokkur eða íhald? Er hann kerfisflokkur eða breytingaflokkur? Stefnir hann að því að róa fólk niður eða efla vitund þess um þjófræðið íslenzka? Talsmenn flokksins hafa ekki hjálpað til um helgina. Neita að svara spurningum um afstöðu til nýrrar stjórnarskrár, þjóðareignar auðlinda og ýmis kerfislæg viðhorf. Ítreka, að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. Flokkurinn er með 30% fylgi samkvæmt nýjustu könnun. Samanlagt með Sjálfstæðisflokknum gera það 53%, hreinan meirihluta. Flokkurinn, sem gæti verið kjölfesta vinstri stjórnar, er sjálfur með allt opið til hægri.