Spunakarlar og blaðamenn

Fjölmiðlun

Getur Steingrímur S. Ólafsson endurfæðst sem blaðamnaður, hafandi verið spunakarl Halldórs Ásgrímssonar? Fæstir slíkir hafa getað það. Dæmi eru þó um, að það hafi tekizt. William Safire, ræðuritari Nixons forseta, var ráðinn dálkahöfundur New York Times. Honum var illa tekið í fyrstu, en vann sér smám saman álit. Hann lét ekki eindregna hægri stefnu sína rugla staðreyndum mála. Fékk Pulitzer-verðlaun fyrir blaðamennsku. Enn skrifar hann í blaðið, núna fínar greinar um meðferð bandarískrar tungu. Reynslan ein sýnir, hvort spunakarlar verða blaðamenn. Það er sjaldgæft, en kleift.