Sprungur í útgáfubransa

Punktar

Gott er að fylgjast með framgangi tækninýjunga í Bandaríkjunum. Þaðan koma tízkustraumarnir hingað. Núna eru bækur, gefnar út af höfundum, farnar að sjást á metsölulistum New York Times. “The Revolution Was Televised” eftir Alan Sepinwall reið þar á vaðið í jólamánuði. Útgefendur höfðu áður hafnað bókinni. Sprungur myndast þannig í tök útgefenda á markaði. Geti allir farið að gefa út eigin bækur og rafbækur, myndast ný fjárhagsmynztur. Höfundurinn hefur hingað til fengið tæpan fjórðung smásöluverðs, getur eftir breytinguna fengið tvo þriðju alls verðsins. Spennandi tímar í augsýn með auknu frelsi.