Sprengidagsminni

Punktar

Það er ekki bara saltkjöt, sem fer með heilsuna. Fáir borða mikið af þessu meinta lostæti, ef frá eru skildar harmafréttir úr Ikea. Miklu hættulegri er varanleg neyzla fíkniefna á borð við sykur og hvítt hveiti. Næringarfræðin er loksins að byrja að átta sig á, að þetta eru fíkniefni. Að því leyti, að þau magna svengd, einn moli sækir annan. Pasta og pítsur geta leitt til ofáts eða síáts. Og fólk þarf að venja sig á að borða bara á matmálstímum, fá sér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála. Skelfilegt er að sjá fólk sitja með nasl í fanginu framan við sjónvarpið. Endar oft með sprengingu.