Oddvitinn á Álftanesi, er vel spilltur, enda notar hann orðalagið, að “ekki megi hegna mönnum fyrir afskipti af pólitík.” Kristján Sveinbjörnsson hefur markvisst reynt að komast yfir sjávarlóð við hús sitt, en dómstólar hafa bannað það. Samt telur hann sig eiga þessa lóð og notar hana sem sína eigin. Hann hindrar, að eigandi lóðarinnar geti notað hana. Oddvitinn er líka verktaki hjá oddvitanum, án útboðs. Aldrei komst Árni Johnsen í slíka aðstöðu sem þessi oddviti. Sem er í algerri afneitun og talar fullum hálsi um að ekki megi refsa sér fyrir afskipti af hreppspólitík.
