Spilling fjölmiðla

Punktar

DV er farið að birta fréttir af ýmissi spillingu, sem hefur of lengi þrifizt á fjölmiðlum, svo sem birting viðtala í spjallþáttum sjónvarps gegn greiðslu eða fríðindum, svo og útgáfa aukablaða, þar sem efnið er áróður fyrir auglýsendur, til dæmis sem bónus fyrir auglýsingar. Morgunblaðið birtir Lifun, tímarit, þar sem efni og auglýsingar renna saman í eitt. Tilefni fréttaseríu DV var, að einn þekktasti rannsóknablaðamaður landsins ritstýrir nú tímariti, þar sem auglýsendur einir fá að taka þátt í samkeppni um beztu tuskubúðina. Það þótti okkur hátt fall hjá góðum dreng.