Sperrtur kennitöluflakkari

Punktar

Fólki brá, þegar það sá sperrtan Björn Leifsson með yfirlýsingar í sjónvarpinu. Frægasti kennitöluflakkari landsins sagði „Það verður að þagga niðri í svona mönnum.“ Lýsti líka yfir, að hann ætlaði að kaupa í DV til að reka ritstjórann og selja síðan hlutinn aftur. Þetta er hreint ógeð. Kennitöluflakkarinn skildi eftir eins milljarðs skuldir á gjaldþrota kennitölu og fékk eignirnar aftur frá Landsbankanum. Bankinn hefur haldið einokun gæludýrsins á floti síðan í hruni. Þar eru brenndir peningar almennings, eins og Landsbankanum einum er lagið. Eru notaðir til að gefa sperrtum kennitöluflakkara kleift að gera sig breiðan.