Sparkaði í þjóðina

Punktar

Stjórnlagaráð skilaði á sínum tíma góðu verki. Á jafnlöngum tíma og núverandi stjórnarskrárnefnd notaði til að ákveða, að málefnið væri fróðlegt og að ekki væru allir nefndarmenn sammála. Ráðið fékk umboð sitt beint frá kjósendum og málefnin frá Stjórnlagaþingi. Því fylgdu engir skilmálar alþingis og ógreidd atkvæði teljast ekki. Söltun alþingis á uppkastinu og ógilding hæstaréttar á kosningu til stjórnlagaþings eru tveir svörtustu blettirnir á sögu þessa bananalýðveldis. Þótt ýmsir lagatæknar tali niður uppkastið, eru þeir aðeins álitsgjafar. Þjóðin úrskurðaði í málinu og alþingi sparkaði síðan í hana.