Sparaðu létt í kreppunni

Punktar

Í kreppunni þarf að spara. Mest sparast á að fara ekki í utanlandsferðir. Hjón, sem verið hafa þrjár vikur á ári í útlöndunm, spara 40.000 krónur á mánuði. Næstmest sparast á að leggja bíl og nota ekki innflutt benzín, taka strætó. Það sparar 20.000 krónur á mánuði á bíl. Í þriðja lagi má neita sér um unnar matvörur og innfluttar matvörur. Kaupa fisk, kartöflur, grænmeti og baka eigið brauð og kökur. Þeir lötu geta keypt brauðgerðarvélar. Þannig má alls spara 15.000 krónur á mánuði í dagvörum fyrir tvo. Þá eru eftir 5.000 í annan sparnað. Alls 100.000 króna sparnaður á mánuði. Ekki afleitt.