Sparað eða spennt

Ferðir, Punktar

Íslendingar og Þjóðverjar eru að ýmsu leyti líkir í hegðun og hugsun, en að öðru leyti frábrugðnir. Mesti munurinn felst í viðhorfi til tekna og skulda. Vilji Þjóðverji eignast eitthvað, gáir hann að eign sinni í bankanum. Vilji Íslendingur eignast eitthvað, reynir hann að koma fyrstu afborgun á plastið sitt. Meðan Þjóðverji á erfitt með að skulda, telur Íslendingur skuldir vera síðari tíma fjarlægt vandamál. Þess vegna gengur Þjóðverjum svona vel og Íslendingum svona illa. Þjóðverjar kaupa ekki fyrstu sendinguna af iPod og iPad, heldur byrja á að safna. Þannig er ríkissjóður þeirra líka, traustur.