Ég les, að frægir menn eigi sér einkunnarorð, sem þeir fari eftir og geri feril þeirra glæstan. Júlíus Cesar sagði “iacta alea est” og tign hans var í höfn. “Við mótmælum allir”, sagði Jón Sigurðsson. Ronald Reagan sagði: “Ég hefði gaman af að sjá, hvernig boðorðin tíu mundu líta út eftir þinglega meðferð”. Ég gæti hugsað mér þetta spakmæli: “Allur matur, sem étinn er standandi framan við ísskápinn, einkum að næturlagi, vigtar helmingi minna í kaloríum en sé hans neytt sitjandi til borðs á venjulegum matmálstíma.”
