Ég skil vel, að Framsókn styðji ríkisframtak blýantsnagara, en flóknara er að átta sig á dálæti Íhaldsins á sósíalisma orkubúskapar og áliðnaðar hér á landi. Þessi þáttur hagkerfisins byggist á eindregnum stuðningi ríkisins við ríkisfyrirtækið Landsvirkjun. Meðan frjálst atvinnulíf er án afskipta ríkisins og án evrunnar að ryðjast til áhrifa erlendis, er ríkisstjórnin á kafi í fornri ríkisdýrkun að hætti Rússa og Kínverja, sem felst í að leyfa Landsvirkjun að níðast á landinu til að útvega litla atvinnu og okra á orku til annarra greina atvinnulífsins.
