Sorglegt og fáránlegt

Punktar

Fréttastofumálið er fyrst og fremst sorgleg spilling, en í öðru lagi fáránleg. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur hlaðið um sig hjörð spunakerlinga, sem ekki eru hæfar til starfa og byrgja honum sýn á veruleikann. Auk þess hefur hann hefur fengið rangar hugmyndir um greind sína og yfirsýn, sem valda honum ítrekuðum fótaskorti. Einkennileg eru símtöl hans við fólk úti í bæ, þar sem hann talar eins og almáttugur sé. Í fréttastjóramálinu hafa hann og Davíð Oddson niðurlægt þjónustulipran meirihluta í útvarpsráði og þjónustulipran útvarpsstjóra á varanlegan hátt.