Sópandaskarð 3

Frá Torfhvalastöðum við Langavatn að Stóra-Vatnshorni í Haukadal.

Jeppaslóðin gerir leiðina fljótfarna hestamönnum, en dregur um leið úr fortíðartilfinningu svæðisins. Hér er farin reiðslóðín austan Langavatns.

Til skamms tíma ráku Borghreppingar fé sitt þessa leið heim úr Seljalandsrétt í Hörðudal. Leið þessi er fær jeppum vestan Langavatns og norður á Skógarströnd. Áður fyrr var Langidalur og Sópandaskarð fjölfarin leið milli byggða. Hennar er getið í Laxdælu og Sturlungu. Hér riðu Þorgils Hölluson, Bolli og Þorleikur Bollasynir í aðför að Helga Harðbeinssyni að Vatnshorni í Skorradal. Á Sturlungaöld bjó Lauga-Snorri Þórðarson í Laugardal og var hann hliðhollur Sturlungum. Lauga-Snorri féll í Örlygsstaðabardaga 1238 þegar hann reyndi að verja Sturlu Sighvatsson.

Förum frá fjallaskálanum Torfhvalastöðum norður með vatninu austanverðu og síðan yfir í vesturhlið Langadals, þar sem við komum að jeppavegi. Honum fylgjum við norður að Víðamúla og förum áfram vestan múlans, en austan Fossamúla og Þrúðufells. Þar erum við komin í Sópandaskarð í 380 metra hæð. Höldum svo áfram þröngt skarðið og þröngan Laugardal og fylgjum síðan Hörðudalsá norður að þjóðvegi 54 um Skógarströnd. Við förum norðaustur með þeim vegi yfir þjóðveg 60 um Miðdali, yfir gömlu brúna á Haukadalsá og síðan með þjóðvegi 586 norðan Haukadalsvatns að Stóra-Vatnshorni.

44,5 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Hraundalur, Jafnaskarð, Svínbjúgur, Rauðamelsheiði, Skógarströnd, Lækjarskógarfjörur, Sanddalur, Miðdalir, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Hrosshyrna, Skarðheiðarvegur, Klif, Lambahnúkar, Eyðisdalur, Hallaragata, Miðá, Prestagötur.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Steingrímur Kristinsson