Sölumenn dauðans

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti féll um helgina frá fyrri fullyrðingum um, að Saddam Hussein Íraksforseti hafi ráðið yfir gereyðingarvopnum við upphaf stríðsins gegn Írak og einnig verið viðriðinn árásina á World Trade Center 11. september 2001. Nú réttlætir Bush stríðið með því, að Hussein hafi verið brjálæðingur. … Þetta er léleg forsenda, því að mikið er af hættulegum brjálæðingum við stjórnvölinn í löndum þriðja heimsins og sumir þeirra beinlínis skjólstæðingar Bandaríkjanna. Umheimurinn mun aldrei fallast á, að ofstækisfull Bandaríkjastjórn ákveði einhliða, hvaða þjóðir verði frelsaðar undan oki meintra brjálæðinga og hvaða þjóðir ekki. …