Sólin og hvítskeggur

Punktar

Eingyðistrú á langa og skrykkjótta sögu. Fyrir rúmum þrjúþúsund og þrjúhundruð árum varð trú á sólina um skeið að ríkistrú í Egyptalandi. Sólartrú var víða í rómönsku Ameríku, þegar Spánverjar komu þangað. Trú á hvítskegg hófst á tíma biblíunnar og einkennir gyðingdóm, íslam og kristni. Frá þeim tíma hefur þess háttar trú breiðst út um allan heim. Sumir líta á guð sem eins konar reginafl í umheiminum frekar en hvítskeggjaðan karl. Sólin er nærtækur guð í sólkerfinu, en dugar skammt fyrir alheiminn. Tilgangslaust er að búa til snertiflöt milli vísinda og trúar. Vísindi byggjast á athugunum, tilraunum og tilgátum en trú er einfaldlega trú.