Sólin fái að skína á gögn

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slapp naumlega við að standa við hlið Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi. Siðblinda þingflokks Samfylkingarinnar bjargaði henni fyrir horn. En hún er samt ekki í stöðu til að uppfræða okkur um siði málsins. Um, hvort rétt sé að gera gögn í máli Geirs aðgengileg á netinu. Mér finnst hún eigi að halda sig til hlés í deilunni um vefsíðu saksóknara Alþingis. Þessi vefsíða er þáttur af siðferðilegri kröfu nútímans um opnar gáttir. Auðvelda þarf almenningi aðgang að brýnum gögnum. Krafan er um, að sólin fái að skína á gögn, sem áður voru í skúmaskotum. Gegnsæi er krafan.