Frá fjallaskálanum í Tjarnarveri að fjallaskálanum Bólstað við Sóleyjarhöfða.
Hluti vörðuðu Sprengisandsleiðarinnar. Kaflarnir eru, taldir frá suðri: Þjórsárdalur, Skúmstungur, Kóngsás 1, Tjarnarver, Sóleyjarvað. Handan Sóleyjarvaðs tekur við slóðin Háumýrar og síðan Háöldur til Laugafells eða Gásasandur til Þingeyjarsýslu.
Sóleyjarhöfði er austan vaðsins. Nafnið stafar af gulum mosagróðri.
Förum frá fjallaskálanum í Tjarnarveri vörðuðu reiðleiðina norður með Þjórsá að vaði hjá fjallaskálanum Bólstað við Sóleyjarhöfða. Vaðið er traust, en djúpt. Það er riðið í tveimur kvíslum um eyri í miðri ánni. Vestari kvíslin er miklu meiri. Á vaðinu sjálfu er góður hraunbotn, en ofan og neðan þess er hætt við sandbleytum.
3,5 km
Árnessýsla, Rangárvallasýsla
Erfitt fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk
Skálar:
Tjarnarver : N64 31.948 W18 49.139.
Sóleyjarhöfði: N64 33.110 W18 46.270.
Nálægir ferlar: Háumýrar.
Nálægar leiðir: Tjarnarver, Blautakvísl, Arnarfellsalda.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið og Herforingjaráðskort