Sökudólgur stöðnunar

Punktar

Alþjóða efnahags- og framfarastofnunin hefur fundið orsök stöðnunar efnahags á Vesturlöndum. Sökudólgurinn er brauðmolakenningin, sem fylgt hefur verið í kjölfar Reagan og Thatcher. Hún hefur aukið bilið milli ríkra og fátækra, mest í Bandaríkjunum og næstmest í Bretlandi. Í Bandaríkjunum vinnur fólk sig ekki lengur upp stigann, heldur lokast inni á lægsta þrepinu. Hinum fátæku fjölgar. Til viðbótar gamlingjum, öryrkjum og einstæðum er nú komið láglaunafólk, sem ekki á fyrir nauðsynjum. Það dregur úr veltu og eykur spennu í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar er vopnaðri löggu sigað á fátæklinga. Við erum síðbúin á sömu ógæfubraut.