Sögumenn án sjálfhverfu

Ferðir

Hef lengi leitað að myndskeiðum, sem sýna ferðaáhugafólki lönd, sögu og þjóðir, án þess að sjálfhverfur sögumaður skyggi á Eiffelturninn eða Péturskirkju. Ian Smith og Michael Palin vita fátt og flækjast fyrir á mynd. Datt niður á Rich STEVES, sem er minna sjálfhverfur. Hann lýsir Evrópu ókeypis í 100 þáttum eða 50 klukkutímum. Enn betri er Dennis CALLAN, formaður Hawai Geographic Society. Á YouTube er hann með ókeypis 1100 þætti eða 250 klukkustundir frá flestum heimshornum. Ferðaborgir fá hjá honum klukkutíma hver og sumar fara upp í fimm klukkutíma. Fínar hægindastóls-ferðir í skammdeginu. Eins og að vera á staðnum.