Söguleg sátt

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mætti á aðalfund útgerðarmanna og tjáði þeim, að Samfylkingin mundi ekki nenna lengur að amast við því, að þeim var gefinn kvótinn. Þetta mun vera liður í tilraun flokksins að sýna fram á, að hann sé ekki bara í sátt við guð, heldur alla menn yfirleitt. Í gamla daga þótti skynsamlegt af flokkum að segjast starfa fyrir alla og segjast vera vinur allra. Einhverjir fá þó sting í magann og jafnvel hjartað við að sjá einn stærsta flokk landsins gefa gæðastimpil á þá aðgerð, þegar núverandi forsætisráðherra gaf sjálfum sér og útgerðinni kvótann.