Sögulausir og staðlausir

Punktar

Skilningur á sagnfræði og landafræði fór út um þúfur á Vesturlöndum, þar á meðal hér á landi, þegar skólakerfið lét þau víkja fyrir samfélagsfræðirugli. Fáir skilja, þegar Evrópuríki á 21. öld er borin saman við ítölsk borgríki á 15. öld. Einnig skilja fáir, þegar Bandaríki 21. aldar eru borin saman við Rómarveldi 2. aldar. Enn færri skilja stöðu Íraks og Írans í hópi mikilvægustu menningarríkja heims, eða þekkja landfræðilegar forsendur þeirrar stöðu. Fólk og fyrirfólk, sem kann ekki sagnfræði og landafræði, er dæmt til að endurtaka gömul mistök, til dæmis að hefja dýrkeypt stríð.