Sofandi ríkisstjórnir

Punktar

Síðasta ríkisstjórn var við völd heilt kjörtímabil án þess að taka á flakki með kennitölur. Sennilega er flakkið ekki löglegt, en menn hafa samt verið tregir til að höfða mál gegn því. Sérstakur saksóknari er þó með um 200 slík á borði sínu án þess að mikið verði úr verki. Um síðustu áramót var vitað um 142 einstaklinga með aðild að fimm eða fleiri kennitöluskiptum. Einn þeirra hafði sautján sinnum skipt um kennitölu. Stjórnarliðið á alþingi gat tekið á þessu og auðveldað eftirmálin, en gerði ekki. Núverandi ríkisstjórn segist ætla að gera eitthvað í málinu, en ekki er vitað enn, hvað það mundi vera.