Snóksheiði

Frá Bjarnarnesi á Hornströndum um Snókarheiði til Lónafjarðar í Jökulfjörðum.

Stundum kölluð Snókarheiði, en réttar er Snóksheiði. Þetta er gömul póstleið til Sópanda í Lónafirði og þaðan að Kvíum. Hún er hins vegar varhugaverð ókunnugum. Ekki má trúa leiðinni nákvæmlega eins og hún er sýnd á kortinu.

Förum frá Bjarnarnesi á Hornströndum um vörðu neðan við Bjarnarneshæð. Varðan er hluti af merkingu póstleiðarinnar vestur um Snóksheiði. Við förum vestsuðvestur um Snóksheiði norðan og vestan við Snók og síðan áfram sömu átt niður að Lónafirði.

9,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Lónafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vestfjarðavefurinn