Snjóalda

Frá Veiðivatnaleið um Snjóöldufjallgarð að Tungnaá.

Í skarðinu milli Snjóöldu og Snjóöldufjallgarðs fundust mannvistarleifar útilegumanna, tveir kofar með svefnbálkum og ýmsir smáhlutir, einkum til veiðiskapar.

Byrjum á Veiðivatnaleið hjá Polli milli Arnarpolls að norðan og Snjóölduvatns að sunnan. Förum til austnorðausturs norðan við Ónýtavatn og Skálafell. Beygjum til suðurs fyrir austan Skálafell og förum suður og suðaustur yfir Snjóöldufjallgarð, að Tröllunum suðaustan við Snjóöldufjallgarð. Að lokum norðaustur meðfram Tungnaá.

12,7 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Veiðivötn, Grænavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort