Snappað á örlagaferð

Ferðir, Punktar

Fólk flýtur undan þrýstingi að örlögum sínum og snappar. Þarna er trekantur í götusundi í París, lokaður heimur. Einn snappar, drepur sjálfan sig, annan hvorn hinna eða báða, möguleikarnir eru tólf. Sagan snýst um sálarhrun. Svo er athafnamaður, sem fær heilablóðfall og vaknar lamaður á spítala. Hefur aldrei tekið sér frí, fer að líða vel í einrúmi hugsana, neitar að láta sér batna. Sagan snýst um viljahrun. Fyrir framan mig eru 109 af 137 þekktum bókum sálkönnuðarins Simenon, engin eins. Sá reyfarasmiður eldist bezt allra við ítrekuð kynni. Vetri mínum er borgið, enginn dauður tími fyrr en í maí.