Snákaolía viðurkennd?

Punktar

Fráleitt er, að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við það, sem almennt telst vera skottulækningar. Sumt af því tagi getur verið gagnlegt heilsu fólks, en um það finnast engar vísindalega unnar rannsóknir. Fyrr á öldum voru sölumenn snákaolíu á markaðstorgum og seldu ýmsa kínalífselexíra, sem reyndust sumum frábærir. Smám saman kemur í ljós, hvort ýmis náttúrulyf reynast í tilraunum gagnast heilsunni. Ríkisvaldinu ber samt að taka þessu með ró, þangað til slíkt kemur í ljós. Nærtækara er, að ríkið greiði niður vísindalega sannaða læknisfræði. Tannlækningar eru enn utan við sósíalinn.