Snæfell

Frá Kárahnjúkavegi vestan Glúmsstaðadals um Vesturöræfi og Snæfell í Hátungu við Eyjabakkajökul.

Vesturöræfi eru víðáttumikið votlendi í um og yfir 600 metra hæð, kjörlendi hreindýra. Snæfell er með hæstu fjöllum landsins með óviðjafnanlegu útsýni, 1833 metra hátt. Stíf gönguleið er frá Snæfellsskála á fjallið.

Byrjum við Kárahnjúkaleið rétt vestan Glúmsstaðadals. Við förum til suðvesturs fyrir austan Glúmsstaðadalsá og áfram suðsuðvestur um Vesturöræfi að fjallaskálanum Sauðakofa vestan við Kofaöldu. Síðan til austsuðausturs norðan Sauðahnjúka að Snæfellsskála vestan Snæfells. Þaðan til suðurs fyrir austan Fitjahnjúk og fyrir vestan Þjófahnjúka. Síðan suður á Hátungu.

38,8 km
Austfirðir

Skálar:
Sauðakofi: N64 49.632 W15 47.914.
Snæfell: N64 48.233 W15 38.569.

Nálægar leiðir: Vesturöræfi, Kárahnjúkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort