Smjörbítill

Frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði um Smjörbítil að Sandskála á Hólsfjöllum.

Um vörðuna Smjörbítil segir Örnefndastofnun: “Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. Hann var jafnan í búri hjá móður sinni og „át það af matnum er hann vildi helzt; því var hann Smjörbítill kallaður“(V:168). Þarna mætti hugsa sér að smjörbítill merkti: ‘sá sem bítur smjör, það er neytir þess sem best er’. Smjör var eitt sinn eftirsótt munaðarvara og því var nærtækt að líkja einhverjum góðum kosti við smjör. Á landnámsöld var gæðum landsins lýst þannig að „þar drypi smjör af hverju strái“. Er þar átt við góða haga fyrir búfénað.“

Förum frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði. Suðaustur um vörðuna Smjörbítil og Miðleiðisöldu og síðan norður að suðurenda Reyðar. Þaðan austur að fjallaskálanum Sandskála.

19,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sandskáli: N65 52.389 W16 05.880.

Nálægar leiðir: Hestatorfa.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort