Smánarsamningar renna út

Punktar

Orkuverð til stóriðju er hér á landi með því lægsta í heimi. Svipað og í þeim þriðja heims löndum, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarpólitíkusar staðarins lifa á mútum auðhringa. Verðið hér er 20 dollarar á megawattstundina. Sem betur fer byrja smánarsamningarnir að renna út árið 2019, eftir fjögur ár. Mikilvægt er að koma því á framfæri á heimsvísu, að orkan verði boðin út og að núverandi bræðslur fái þar engan forgang. Gefa þarf hæstbjóðandi lysthafendum góðan tíma til að koma sér fyrir í tæka tíð fyrir árið 2019. Tími tombóluprísa á raforku er liðinn og nú er kominn tími til að þjóðin fái auðlindarentuna í sinn hlut.