Smáflokkar í neti bófa

Punktar

Bófaflokkurinn gæti ekki einn stjórnað landinu með 25% fylgi í þágu 1% greifanna. Hann þarf auðsveipan förunaut, hvenær sem kosið er. Það er vegna förunautanna, að við búum við þjófræði bófaflokksins, eins konar vistarband eða þrælahald á 21. öld. Framsókn og skyldir flokkar, opnir í alla enda, hafa löngum gengt hlutverki förunautsins. Stundum hafa forverar Samfylkingarinnar og hún raunar sjálf hlaupið í skarðið. Nú vantaði þriðja hjólið og Vinstri græn unnu það kapphlaup og una sér vel i faðmi bófa. Áður var þar Viðreisn. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins bíða síns tíma. Píratar eru óháðir sefjandi neti einkavæðingar. Geta sparkað bófunum.