Smælingjadalur

Frá Smælingjadal í Tálknafirði upp á Lambeyrarhálsleið til Patreksfjarðar.

Hæg leið og vörðuð, en grýtt. Bratt er niður í Lambadal.

Förum frá Tálknafirði á vegi í Smælingjadal vestan Lambeyrar. Förum suðvestur og upp Lambadal á Lambadalsheiði í 470 metra hæð. Þaðan suður á Lambeyrarhálsleið vestan Kríuvatna í botni Litladals. Sú leið liggur til Patreksfjarðar.

3,6 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lambeyrarháls, Molduxi, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort