Sleppið smáseiðunum

Punktar

Les í fésbók, að sumir smáir styrktaraðilar forsetaframbjóðenda séu tæpast sáttir við birtingu nafna sinna. Með tilliti til þess finnst mér hóflegt að setja mörk. Birta bara styrki, sem ná tiltekinni upphæð. Til dæmis 100.000 krónum. Og endilega birta þetta fyrir kosningar. Þá getum við séð, hverjir séu svo stórtækir í gjöfum, að ástæða sé til varúðar. Við viljum vita, hvort kvótagreifar eða útrásarbófar koma að máli. En okkur varðar minna um, hvort Jón og Gunna séu hvort með sinn tíuþúsundkallinn. Hér má sigla milli skers og báru, fullnægja upplýsingaskyldunni, en sleppa smáatriðunum. Sammála?