Slátruðu kvótafrumvarpi

Punktar

Þingflokkur Samfylkingarinnar slátraði kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á fundi í gær. Fann tæknilega ástæðu til að fresta málinu fram yfir helgi. Sem þýðir, að málið nær ekki á dagskrá fyrir jól og verður ekki afgreitt á þessu þingi. Nema þingflokkar kvótagreifa samþykki afbrigði. Sem þeir aðeins gera upp á býti kvótagreifanna. Lénsmenn greifanna í Samfylkingunni stóðu fyrir hinni afdrifaríku frestun. Lénsmenn greifanna í Vinstri grænum sáu svo um, að frumvarpið snýst um flest annað en þjóðareign á kvóta. Þjóðaróvinir eiga ítök víðar en í Flokknum og Framsókn. Fjórflokkurinn allur er þjóðarógæfa.