Slagur við sósíalista

Punktar

Píratar eiga í hörkuslag við Sósíalista um athygli á félagsmiðlum. Og þeir skafa af okkur fylgi með beinskeyttri stefnu í mörgum svipuðum málum. Frambjóðendur okkar þurfa að taka upp einstök mál okkar, eitt í einu, og skýra þau hvössum orðum. Frá alþingi hafa dólgarnir vanizt því að píratar gefi ekki millimetra eftir. Flestir flokkar eru næsta mállausir, en píratar geta kveðið þá í kútinn. Verið frökk eins og sósíalistar og látið sjást eitthvað nýtt á degi hverjum. Einkum um húsnæðisleysi fátækra og skort þeirra á borgaralaunum.