Slæm reynsla í Noregi

Punktar

Norsk stjórnvöld hafa látið rannsaka flutning ríkisstofnana út á land. Útkoman er, að kostnaðurinn nemur átján milljónum króna á starfsmann. Jafnframt hefur þjónusta þessara stofnana versnað. Verst er, að bezta starfsfólkið vill ekki flytja og ríkið missir þannig af sínu bezta fólki. Athyglisverðast var, að svokölluð afleidd störf létu á sér standa. Það er eins og í stóriðjunni hér. En Norðmenn eru ákaflega dreifbýlissinnaðir og vilja láta þessa hörmung yfir sig ganga. Útlátalaust hefði samt verið fyrir Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra að kynna sér dapra reynslu Norðmanna, áður en hann gerði atlöguna að Fiskistofu.